14/10/2024

Fjórir nýir GSM-sendar gangsettir

Frá uppsetningu á sendi við SúgandafjörðÍ morgun voru gangsettir fjórir nýir GSM-sendar frá Vodafone sem bæta munu GSM-samband á Ströndum. Stöðvarnar sem settar voru í gang í morgun eru á Svalbarði á Vatnsnesi, Ennishöfða milli Kollafjarðar og Bitrufjarðar, Skeljavíkurhálsi við Hólmavík og sá fjórði við hafnarsvæðið á Hólmavík. Enn er fyrirhugað gangsetja tvær stöðvar á svæðinu í þessari törn, en ekki hægt að slá neinu föstu með dagsetningar, því nauðsynlegri undirbúningsvinnu er ólokið.