23/12/2024

Lifandi landbúnaður – fundur í Sævangi

Verkefnið Lifandi landbúnaður og Bændasamtök Íslands standa fyrir fundaherferð næstu vikurnar. Í Sævangi verður hádegisverðarfundur með súpu og brauði þann 16. nóvember kl. 12:00 og verður þar m.a. gerð grein fyrir grasrótarhreyfingunni Lifandi landbúnaður, fjallað um verkefnið Byggjum brýr og rætt um nýsköpun, hugmyndabanka og tengslanet og margt fleira. Gert er ráð fyrir að hver fundur taki einn og hálfan tíma með umræðum og erindum frá Ragnhildi Sigurðardóttir verkefnisstjóra Lifandi landbúnaðar og Árna Jósteinssyni verkefnisstjóra Sóknarfæra til sveita.