22/12/2024

Lífæðin – útvarp Hólmavík – FM 97,5

Útvarp HólmavíkNú stendur yfir fjölmiðlavika í Grunnskólanum á Hólmavík og mikilvægur hluti af henni er útvarpsútsending undir heitinu Lífæðin – útvarp Hólmavík FM 97,5. Verkefnið er unnið í samvinnu við Lífæðina í Bolungarvík og hófust útsendingar í gær. Fjölbreytt dagskrá er framundan þessa viku og næstu þar sem nemendur sjá um eigin útvarpsþætti með aðstoð starfsmanna skólans. Við hvetjum alla til að hlutsta á FM 97,5 og hringja inn í s. 451-3429. Dagskrána má finna á vef skólans www.strandabyggd.is/grunnskolinn.

Enn er einhverjir dagskrártímar lausir á Lífæðinni – útvarp Hólmavík FM 97,5 og eru allir sem áhuga hafa á því að taka þátt í dagskránni beðnir um að hafa samband á netfangið skolastjorar@holmavik.is eða í s. 451-3129.