10/12/2024

Leiksýning á Hólmavík í kvöld

Þriðja sýning á gamanleiknum Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen verður í Bragganum á Hólmavík í kvöld, mánudaginn 17. apríl og hefst kl. 20:00. Jafnframt er um að ræða síðustu sýningu á Hólmavík í bili, en Leikfélag Hólmavíkur hyggur á útrás með stykkið á næstu vikum. Sýnt verður í Ketilási í Fljótum næsta laugardag og hefst sýningin þar kl. 21:00. Fjórir leikarar leika í verkinu, en leikstjóri er Kolbrún Erna Pétursdóttir.