30/10/2024

Leikskólinn í íþróttir

Í dag fóru börnin á eldri deild leikskólans Lækjarbrekku á Hólmavík í heimsókn í Íþróttamiðstöðina Hólmavík. Börnin voru ofsalega dugleg og sýndu hvað í þeim býr – fóru í boltaleik, stórfiskaleik (þar sem starfskonurnar voru ógurlegir hákarlar), klifruðu í rimlunum og enduðu svo í leik með risastóra fallhlíf. Heimsóknin tókst vel og var ljómandi skemmtileg og er stefnan að leikskólabörnin noti íþróttasalinn hálfsmánaðarlega í vetur.

Klifrað í rimlunum – ljósm. frá Lækjarbrekku.