22/12/2024

Leikfélagið í útrás

Leikfélag Hólmavíkur sýnir gamanleikinn Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen í Víkurbæ í Bolungarvík næstkomandi laugardag, þann 29. apríl kl. 17.00. Einnig er sýning í félagsheimilinu á Þingeyri kl. 20.00 sunnudaginn 30. apríl. Leikstjóri er Kolbrún Erna Pétursdóttur, en fjórir leikarar fara með hlutverk í sýningunni. Það eru Jóhanna Ása Einarsdóttir, Úlfar Örn Hjartarson, Rúna Stína Ásgrímsdóttir og Gunnar Melsted. Auk leikaranna fylgir fjöldi aðstoðarfólks í svona sýningarferð. Einnig eru áformaðar sýningar í Mosfellsbæ 7. maí, kl. 19:00 og á Drangsnesi á næstu vikum.


Þegar hafa verið þrjár sýningar á Hólmavík og einnig sýnt í Árnesi í Trékyllisvík og Ketilási í Fljótum. Nánari upplýsingar og miðapantanir í síma 865-3838.