11/09/2024

Sundmót í Íþróttamiðstöðinni

Á morgun fimmtudaginn 27. apríl verður haldin firmakeppni í sundi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Hefst keppnin klukkan 17:00 og keppa þar krakkar sem æfa sund á vegum Ungmennafélagsins Geislans undir stjórn Jóhönnu Ásu Einarsdóttur í nafni fyrirtækja sem styrkja keppnina. Með þessu framtaki safna þau í ferðasjóð sundliðsins. Aðgangur er ókeypis og er öllum velkomið að mæta.