29/05/2024

Leiðsögumenn á Laugarhóli

Hótel LaugarhóllUm helgina var fjölmennt á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði, en þar fór fram námslota í svæðisleiðsögn á Vestfjörðum og Vesturlandi. Námið er á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands og er fjarnám sem teygir sig yfir 3 annir. Þarna voru samankomnir nærri 30 nemendur og lærðu skyndihjálp á laugardegi og fræddust um Strandir frá Hrútafirði í Ingólfsfjörð á sunnudegi. Leiðbeinandi á sunnudeginum var Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli.

Tveir Strandamenn taka þátt í leiðsögunáminu og ná sér þannig í réttindi sem leiðsögumenn, Ásta Þórisdóttir á Drangsnesi og Matthías Lýðsson í Húsavík.