22/12/2024

Kveikt á jólatré við Grunnskólann á Hólmavík

IMG_8743

Það var góð stemmning og hátíðarbragur við Grunnskólann á Hólmavík í dag þegar kveikt var á jólatré við skólann. Tréð höfðu Lionsmenn á Hólmavík sótt í skóginn til Jóns Guðjónssonar á Laugabóli við Djúp, ásamt fleiri trjám sem standa nú við leikskólann Lækjarbrekku, Hólmavíkurkirkju og Kaupfélag Steingrímsfjarðar. Kakó og piparkökur voru á boðstólum og allir bekkir skólans skemmtu með söng.

IMG_8739 IMG_8754 IMG_8767 IMG_8777 IMG_8780 IMG_8783