26/04/2024

Krakkarnir á Hólmavík í sleðaferð

Úti á sleðaÞað var ískalt úti í morgun, en þó líf og fjör í hvamminum við kirkjuna þegar Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir fór með nemendurna í elstu bekkjum skólans á Hólmavík út að leika. Sleðaferðin var verðlaun fyrir góða frammistöðu nemendanna í tjáningu í skólanum á Hólmavík í vetur, en í þeim tímum hafa þeir lært ýmislegt um hæfilega hegðun, atferli og framkomu. Sérstök áhersla er lögð á kennslu í leiklist, tónlist, framkomu og framsögn og fleira slíkt í skólanum á Hólmavík. Ljósmyndara strandir.saudfjarsetur.is reyndist að vísu frekar erfitt að ná góðum myndum, því allir voru á fleygiferð og ultu hver um annan þveran, í sólskinsskapi og hlógu sig máttlausa.

1

bottom

frettamyndir/2009/580-utasleda7.jpg

frettamyndir/2009/580-utasleda4.jpg

frettamyndir/2009/580-utasleda2.jpg

Líf og fjör á Hólmavík – ljósm. Ásdís Jónsdóttir