22/12/2024

Krafturinn í ánni

Laugardaginn 20. ágúst 2005 kl. 15:00 verður dagskrá í Dalbæ á Snæfjallaströnd til að fagna 40 ára afmæli Rafveitu Snæfjalla og Mýrarárvirkjunar og 30 ára afmæli Blævadalsár-virkjunar. Af þessu tilefni hefur Snjáfjallasetur gefið út ritið Krafturinn í ánni – Snæfjallaveita og rafvæðing Inndjúps eftir Helga M. Sigurðsson, sagnfræðing, sem les úr bókinni og flutt verður tónlist. Stöðvarhús Mýrarárvirkjunar og Blævadalsárvirkjunar hafa verið lagfærð á vegum Orkubús Vestfjarða og verða opin þennan dag.