22/12/2024

Kraftlyfting með ball á Café Riis

Það verður fjör á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík laugardagskvöldið 13. ágúst, en þá mætir hljómsveitin Kraftlyfting á svæðið og tryllir Strandamenn og aðra góða gesti. Hljómsveitin er frá Ísafirði og má nálgast allar upplýsingar um hana á Facebook síðu hennar þar sem segir að hún hafi m.a að geyma hæsta söngvarann og sterkasta nafnið. Aðgangseyrir að gleðskapnum er aðeins kr. 1.000.-