26/12/2024

Kotbýli kuklarans opnað með sumaropnun

Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði opnaði með sumaropnun í gær en þetta verður fyrsta heila starfsár sýningarinnar sem opnaði fyrst um mitt sumar á síðasta ári. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum og er allsendis ólík sýningunni á Hólmavík þó viðfangsefnið sé það sama, galdrar á Íslandi. Þar hefur verið reistur bær sem sýnir hvernig alþýðufólk bjó um aldir á Íslandi. Bærinn er ólíkur öðrum torfbæjum í landinu sem eru opnir almenningi sem langflestir voru bústaðir fyrirfólks. Nokkrar myndir frá Kotbýli kuklarans er að finna hér að neðan.

Kotbýli kuklarans er bústaður ímyndaðs galdramanns og gestir kynnast því hvernig leiguliðar á 17. öld bjuggu og skyggnst er inn í hugarheim almúgafólks tímabilsins meðan galdrafárið gekk yfir Ísland og fjallað um til hvaða ráð það gripið til að létta sér lífsbaráttuna og gera morgundaginn eilítið bærilegri en gærdaginn. Til þess gat fólk þurft að grípa til ólöglegra aðferða og nýta sér trú sína á mátt orða og galdrastafa. Sláttur var auðveldari ef ljárinn beit vel og þá ekki úr vegi að nota stafi og ákall svo grasið félli betur, eða grípa til aðferða til að auka sprettuna og jafnvel til að kýrnar mjólkuðu málungi meira.

Þjóðtrúarþema Kotbýlis kuklarans eru tröllin og unnið er að því að hanna mikinn tröllagarð í landi kotbýlisins.

Opnunartími:
15. júní – 30. júní kl. 12:00 – 18:00
1. júlí – 10. ágúst kl. 10:00 – 18:00
11. ágúst  – 31. ágúst kl. 12:00 – 18:00

Niðursetningur að störfum

center

galdrasyning/kotbylid/580-kotbyli-hlodir.jpg

galdrasyning/kotbylid/580-kotbyli-gat-uti.jpg