22/12/2024

Kosningakaffi hjá H-listanum

Kosningu er nú lokið í sameinuðum Hólmavíkurhreppum og Broddaneshreppum og Kaldrananeshreppi á Ströndum. Fréttaritari leit við í kaffi hjá H-listanum í anddyri félagsheimilisins á Hólmavík um fjögurleytið í dag og báru frambjóðendur sig vel og léku á alls oddi. Ekki skorti heldur neitt upp á veitingarnar sem voru hinar veglegustu. Fjöldi af kjósendum kíkti í kaffi hjá framboðunum á Hólmavík í dag og ráku margir inn nefið á báðum stöðum.

Veitingarnar voru ekki skornar við nögl – ljósm. Jón Jónsson