22/12/2024

Körfubolti, Horn á höfði og páskabingó

hornahofdi

Ýmislegt er um að vera á Ströndum og nágrenni á laugardaginn um páskahelgina. Körfuboltamót Héraðssambands Strandamanna er haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og hefst kl. 13:00, þar þarf bara að mæta á staðinn með 780 kr í þátttökugjald, en skipt er í lið á staðnum. Aukasýning er á leikritinu Horn á höfði verður í Samkomuhúsin Baldri á Drangsnesi kl. 17:00, en það eru nemendur í Grunnskólanum á Drangsnesi sem setja það upp. Í Tjarnarlundi í Saurbæ verður páskabingó kl. 19:30.