14/11/2024

Ballið á Bessastöðum sýnt á páskadag

ball1

Fjórða sýningin á Ballinu á Bessastöðum sem Leikfélag Hólmavíkur sýnir þessar vikurnar verður á páskadagskvöld kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Ballið á Bessastöðum er bráðfjörugur gleðileikur eftir Gerði Kristnýju og hentar vel börnum og raunar kátu fólki á öllum aldri. Í honum segir m.a. frá forseta sem er leiður á öllum bréfunum sem hann þarf að svara, prinsessu sem kemur í heimsókn, bakaradraugi, kransaköku, landnámshænu og nautinu Lilla og mörgu fleiru skemmtilegu. Miðapantanir eru hjá Dagbjörtu í síma 824-0756. Miðaverð er 2500 fyrir 14 ára og eldri, en 1500 fyrir 4-13 ára.