23/12/2024

Kolaport í Félagsheimilinu á Hólmavík

Á sunnudag frá kl. 14:00-18:00 verður Kolaport á Ströndum í Félagsheimilinu á Hólmavík þar sem margvíslegur varningur verður til sölu, bæði notað og nýtt, ætt og óætt. Fjölmargir hafa skrifað sig fyrir básum og verður væntanlega mikið um dýrðir. Lifandi tónlist verður til skemmtunar og veitingar á boðstólum. Sérstöku gjafaborði verður komið fyrir í einu horninu og þar getur hver sem er skilið það eftir sem hann vill losna við án þess að taka gjald fyrir. Allir sem áhuga hafa geta þá hirt það sem þeim þykir girnilegt af gjafaborðinu. Það eru Ásdís Jónsdóttir og Ásta Þórisdóttir sem standa fyrir Kolaportinu og enn er hægt að bæta fleirum við, en byrjað verður að stilla upp básum og koma dótinu fyrir kl. 12:00 á sunnudag.