22/12/2024

Kolaport á Hólmavík á skírdag

Kolaport verður í félagsheimilinu á Hólmavík á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl, frá kl. 14:00-18:00. Margvíslegir sölubásar verða á staðnum og hægt að kaupa fjölbreytilegustu gersemar. Veitingasala og kaffihúsastemmning með lifandi tónlist verður í Kolakaffinu sem verður opið allan tímann. Þar verða á boðstólum allskyns kræsingar, bæði gamaldags og nýtískulegar. Húsið opnar kl. 12:00 fyrir þá sem ætla að stilla upp söluvarningi og básum.