22/12/2024

Kolaport á Hólmavík 4. nóv.


Kolaport verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 4. nóvember kl. 12:00-16:00. Það eru öflugir krakkar í Félagsmiðstöðinni Ozon sem standa fyrir viðburðinum sem er liður í fjáröflun fyrir starf miðstöðvarinnar í vetur. Í Kolaportinu verður líf og fjör, kaffi, kakó og kökur og nóg af góðum varningi til sölu. Þeir sem vilja selja varning geta haft samband við Arnar S. Jónsson í s. 894-1941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Borð kostar kr. 1.000.-