24/04/2024

KNH með lægsta tilboðið

Tilboð í endurbyggingu 9,2 km Vestfjarðavegar (nr. 60) í Reykhólahreppi voru opnuð í gær. Um er að ræða veginn frá Kúalág vestan Skálaness að Eyrará í Kollafirði í Gufudalssveit, en þar á að leggja 7,5 m breiðan veg með klæðingu. Verktakafyrirtækið KNH ehf átti lægsta tilboð í verkið eða rúmar 177,6 milljónir sem eru 72,9% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Þetta verkefni er það fyrsta á Vestfjörðum eftir úboðshlé ríkisstjórnarinnar sem tilboð eru opnuð í. Á næstunni verður opnað tilboð í verkefni í Mjóafirði við Djúp, en Arnkötludalur og breyting á hringvegi í Hrútafirði hafa enn ekki verið boðin út.

Eftirfarandi tafla af vef Vegagerðarinnar sýnir tilboðin:

Bjóðandi

Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Hagtak hf 288.815.000 118,6 111.179
Skagfirskir verktakar 254.000.000 104,3 76.364
Klæðning ehf 250.000.000 102,6 72.364
Áætlaður verktakakostnaður 243.593.700 100,0 65.957
Háfell ehf 224.213.000 92,0 46.577
Vélgrafan ehf og Borgarvirki ehf 187.035.800 76,8 9.399
K.N.H. ehf 177.636.363 72,9 0