12/12/2024

Kjördæmaþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmaþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á morgun, laugardaginn 10. mars, á Hótel Ólafsvík. Þingið sem er opið verður sett með hádegisverði kl. 12:00. Farið verður yfir málefni Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og kosningarnar framundan. Fundi verður svo slitið með sameiginlegum kvöldverði. Heiðursgestur þingsins er Guðmundur Steingrímsson.

Í fréttatilkynningu eru gestir hvattir til að koma með börn sín, því fjölskyldan verði í fyrirrúmi og sérstök barnadagskrá í boði. Frekari upplýsingar er að finna á www.samfylking.is/nordvestur og í síma 691-6300 eða í gegnum netpóst nv@samfylking.is.