15/04/2024

Keppt í sprettgöngu á Hólmavík

Skíðamót fór fram á tjaldstæðinu á Hólmavík í gær í ágætis veðri og var keppt í sprettgöngu. Keppendur voru alls 24 og voru flestir í yngri flokkunum. Brautin var um það bil 300 metra hringur á tjaldstæðinu, en 6 ára og yngri gengu styttri hring sem var um 200 metrar. Startið var nokkuð óvenjulegt, en keppendum var startað út um hurðaropin á húsgaflinum á tjaldstæðinu (þar sem rennibrautir áttu að koma á sínum tíma). Skíðafélag Strandamanna stóð fyrir mótinu.

Úrslitin á mótinu má nálgast á vef Skíðafélagsins undir þessum tengli og fleiri myndir á vefsíðu Ingimundar Pálssonar undir þessum tengli.

Skíðagöngukappar á fleygiferð – Ljósm. Ingimundur Pálsson