22/12/2024

Kampselur í Djúpinu

KampselurÁ dögunum óku Þórður Halldórsson og Dagrún Magnúsdóttir á Laugarholti fram á skeggjaðan og rauðhærðan sel sem lá á jaka í Mjóafirði við Djúp, rétt innan við Skálavík. Náðu þau mynd af skepnunni sem er væntanlega kampselur miðað við skeggið, en þeir eru frekar sjaldgæfir flækingar hér við land. Selurinn sem er nokkru stærri en landselur var hinn rólegasti. Hér undir þessum tengli má fræðast um kampseli á Wikipediu. Hér má hlusta á kampselssöng en kampselsbrimill er eini selurinn sem brestur í söng.

Kampselur með hrímað skegg á ísjaka í Mjóafirði