23/12/2024

Kaffihús opnað í Norðurfirði

Þann 17. júní var nýtt kaffihús opnað formlega í Norðurfirði í Árneshreppi og hefur það fengið nafnið Kaffi Norðurfjörður. Edda Hafsteinsdóttir er með kaffihúsið í rekstrarleigu og leigir kaffihúsið af sveitarfélaginu Árneshreppi sem stóð fyrir framkvæmdunum. Í gömlu verbúðinni í Norðurfirði sem var gjörbreytt í vetur er fyrir utan hið nýja kaffihús útibú Sparisjóðs Strandamanna, aðstaða fyrir lækni í einu herbergi og útleiga á tveim herbergjum fyrir sjómenn eða aðra. Frábært útsýni er úr kaffihúsinu til sjávar, yfir höfnina og út á fjörðin. Vínveitingaleyfi er fengið fyrir staðinn.

Búast má við mikilli traffik í sumar af ferðafólki sem fer norður á Hornstrandir með Sædísinni, bát Reimars Vilmundarsonar, en fjöldi fólks hefur pantað í ferðir hans. Upplagt er fyrir fólk að koma við og slappa af og fá sér veitingar á Kaffi Norðurfirði meðan beðið er eftir Sædísinni og þegar komið er til baka af Hornströndum. Fjöldi gesta auk heimamanna voru við opnunina.

 

Frá opnun Kaffi Norðurfjarðar – ljósm. Jón G. Guðjónsson