22/12/2024

Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson á Mölinni


Tónleikaröðin Mölin á Malarkaffi á Drangsnesi heldur áfram og framundan eru aðrir tónleikarnir í röðinni. Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson verða á Mölinni þann 16. nóvember næstkomandi en tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð sem félagar ætla að fara um landið nú í nóvember. Í þessari ferð ætla þeir að spila efni af nýútkomnum plötum sínum, Þar sem himin ber við haf, með Jónasi Sigurðssyni og Lúðrasveit Þorlákshafnar og plötu Ómars Guðjónssonar sem ber nafnið Útí geim.

Á tónleikunum munu Jónas og Ómar heilla Strandamenn nær og fjær vopnaðir tveimur trommusettum, gítar, bassa og hljómborði. Auk Jónasar og Ómars mun tónlistarmaðurinn Borko koma fram og flytja ný lög í bland við eldri.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og aðgangseyrir 2000 kr.