22/12/2024

Jólin kvödd með flugeldum og leiksýningu

Á þrettándanum er til siðs að skjóta upp flugeldum til að kveðja jólahátíðina. Af því tilefni er opin flug- og jarðeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík á milli kl. 15:00-18:00 í dag, föstudaginn 6. janúar. Sveitin ætlar síðan að skjóta upp flugeldum af hafnarsvæðinu á Hólmavík kl. 20:00 í kvöld og verður örugglega mikið um dýrðir að venju. Í kvöld er einnig lokasýning á barnaleikritinu Gott kvöld, sem Leikfélag Hólmavíkur hefur sýnt um hátíðirnar. Sýningin hefst kl. 21:00 í félagsheimilinu á Hólmavík og stendur í tæpa klukkustund.