22/12/2024

Jólatrésskemmtun á Hólmavík í dag

Í dag, annan í jólum, verður haldin jólatrésskemmtun í Félagsheimilinu á Hólmavík. Aðgangur er ókeypis og 12 ára og yngri fá glaðning frá jólasveinum sem væntanlega kíkja í heimsókn ef fjörið er nægilegt og sungið nógu hátt. Jólaballið hefst kl. 14:00 og allir eru velkomnir.