22/12/2024

Jólatónleikar Tónskóla Hólmavíkur

Árlegir jólatónleikar Tónskóla Hólmavíkur verða haldnir nú í vikunni. Skemmtuninni er skipt í tvo hluta og verða tónleikarnir í Hólmavíkurkirkju kl. 19:30 bæði miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Yfir 20 atriði nemenda í Tónskólanum eru á dagskrá hvort kvöld og ekki þarf að efast um að þar sýna nemendur skólans áheyrendum snilli sína bæði í söng og hljóðfæraleik. Á tónleikunum liggur að venju frammi söfnunarbaukur þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum til hljóðfærakaupa frá tónleikagestum, foreldrum og öðrum velunnurum Tónskólans.