26/12/2024

Jólatónleikar MA-kórsins

Kór Menntaskólans á Akureyri hélt vel heppnaða jólatónleika fyrir skemmstu þar sem kórmeðlimir sungu fjölmörg jólalög á íslensku og ensku. Auk þess kom fram Margrét Brynjarsdóttir sem söng einsöng og tvísöng með Erlu Þórólfsdóttur kórstýru. Sigurður Helgi Oddsson konsertmeistari spilaði undir á píanóið og Gígja Jónsdóttir og Unnur Ingimundardóttir frá Hólmavík léku á þverflautur í nokkrum lögum. Þess má geta að konsertmeistarinn er sonur Odds Sigurðssonar frá Hvammstanga sem Hólmvíkingar þekkja af góðu samstarfi við íþróttastarf yngri flokka í fótbolta og körfubolta. Þá var stjórnandi kórsins Erla Þórólfsdóttir í nokkur ár stjórnandi kórs Átthagafélags Strandamanna.

Frá tónleikunum – mynd af fréttavef MA.

Tinna og Unnur, tveir Hólmvíkingar á árshátíð MA.