22/12/2024

Jólamessur í Hólmavíkurprestakalli

Ljósm. Ingimundur PálssonBúið er að tímasetja guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli um jólin, en að vanda verður messa í fimm kirkjum á Ströndum. Guðsþjónusta verður í Hólmavíkurkirkju á aðfangadag kl. 18:00, Drangsneskapellu á jóladag kl. 13:00, Kollafjarðarneskirkju á jóladag kl. 15:30, Óspakseyrarkirkju á jóladag kl. 17:00 og í Árneskirkju á annan jóladag kl. 14:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá séra Sigríði Óladóttur sóknarpresti. Það var Ingimundur Pálsson sem tók meðfylgjandi mynd af Kollafjarðarneskirkju.