19/04/2024

Skötuveisla á Café Riis í kvöld

Skata á Riis - ljósm. frá Café RiisÞað verður mikið um dýrðir á Café Riis á Hólmavík í kvöld, þegar árleg skötuveisla verður haldin þar. Hefst veislan kl. 19:05 stundvíslega og á boðstólum verður kæst bykkja, siginn fiskur og selspik, reykur selur, saltfiskur, hamsar, tvíreykt hangilæri, ábrystir (broddur) og fleira góðgæti. Pantanir í veisluna eru í síma 451-3567 og 897-9756. Venjulega er vel mætt í skötuna á Riis og góð stemmning. Meðfylgjandi mynd er fengin á Facebook síðu Café Riis, þar sem er að finna myndir frá undirbúningnum sem stendur nú sem hæst.

Áramótadagskráin á Café Riis er einnig tilbúin. Föstudaginn 30. desember verður opið í pizzur frá 18:00-20:00, en um kvöldið klukkan 21:15 verður Pub Quis spurningaleikur. Það verða Steinadalsbræðurnir Arnar Snæberg og Jón Jónsson sem semja spurningar og spyrja gesti spjörunum úr að þessu sinni. Lofa þeir fjölbreyttu spurningaflóði við allra hæfi og mikilli gleði.

Á gamlárskvöld verður síðan áramótaball og gleðskapur á Café Riis frá kl. 00:30. Það verður Matti úr Popplandi Rásar 2 sem þeytir skífum á Riis af því tilefni.