23/12/2024

Jólamarkaður í fullum gangi

Það styttist í jólin. Kveikt var á norska jólatrénu við Grunnskólann á Hólmavík á dögunum og var þar skemmtileg samkoma, söngur og ræðuhöld, eins og sjá má af myndunum hér að neðan. Hefðbundnar skreytingar eru komnar út í glugga á skólanum og setja svip á bæinn, en nemendur eru komnir í jólafrí. Það var líka mikið um að vera á jólamarkaði Strandakúnstar þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is leit þar við í dag. Þar er til sölu margvíslegt handverk heimamanna á Ströndum og einnig minjagripir úr verslun Strandagaldurs, dagatöl, lakkrís og harðfiskur frá Danmerkurförum í 8.-9. bekk Grunnskólans á Hólmavík og margt fleira.

Jólakjólar

frettamyndir/2009/580-jolamarket1.jpg

frettamyndir/2009/580-jolanorska3.jpg

frettamyndir/2009/580-jolanorska2.jpg

Jólaundirbúningur í fullum gangi – ljósm. Jón Jónsson