
Jólaljósin lýsa upp skammdegið og eru sérstakur gleðigjafi þegar myrkrið grúfir yfir og lítill snjór er á jörðinni til að lýsa upp í skammdeginu. Ljósmyndin hér til hliðar er af Hafnarbraut 20 en íbúar þessa húss sem og fjölda annarra í kauptúninu hafa lagt mikinn metnað í að lýsa upp tilveruna fyrir jólin.
Það er skemmtilegt að ganga um kauptúnið í rökkrinu og ekki laust við að barnsleg tilhlökkun komi upp í huganum við að skoða margar skreytingarnar.