22/12/2024

Jólahugvekja á jólamarkaði Strandakúnstar


Jólamarkaður Strandakúnstar í Sauðfjársetrinu í Sævangi verður opinn laugardaginn 22. desember frá kl. 14:00-18:00. Þar er margvíslegt handverk og gjafavara á boðstólum og í kaffistofunni Kaffi kind má fá heitt súkkulaði eða kaffi og vöfflur. Á laugardaginn kl. 17:00 flytur Jón Jónsson þjóðfræðingur hugvekju í léttum dúr um íslensku jólafólin, Grýlu og fjölskyldu hennar. Allir eru velkomnir.

bottom

frettamyndir/2012/645-jolamark2.jpg

Jólamarkaður Strandakúnstar – ljósm. Jón Jónsson