19/07/2024

Jólahlaðborð

Café RiisTroðfullt var á jólahlaðborði á Café Riis í gærkvöld og mikil stemmning. Hlaðborðunum er þó ekki lokið, því í kvöld er árlegt jólahlaðborð eldri borgara í Strandasýslu og hefst kl. 19:00. Það er félag eldri borgara á Ströndum sem stendur fyrir hlaðborðinu eins og mörgum öðrum uppátækjum síðustu árin. Ýmislegt verður til skemmtunar á Riis í kvöld, skemmtiatriði og harmonikkuleikur, auk matarveislunnar.