29/05/2024

Jólaball á Hólmavík

Í dag eru víða haldin jólaböll, m.a. á Hólmavík og Drangsnesi. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Ester Sigfúsdóttir – skellti sér með börnin á jólaball og smellti af þeim myndum sem hér fylgja. Rafmagnið datt tvisvar út á meðan á ballinu stóð, en börn og jólasveinar létu það ekkert á sig fá.

Bjarni Ómar Haraldsson kennari við Tónskólann á Hólmavík var forsöngvari í jólasöngnum og spilaði undir.