22/12/2024

Jögvan og Friðrik Ómar með tónleika á Hólmavík

Í kvöld, þriðjudag, verða tónleikar í Hólmavíkurkirkju, þar sem félagarnir Jögvan Hansen og Friðrik Ómar troða upp. Hefjast tónleikarnir kl. 20:00. Þeir félagar eru nú á tónleikaferðalagi um landið og verða næsta á Grundarfirði og síðan í Blönduóskirkju. Miðar eru seldir við innganginn, en miðaverð er kr. 2.000.- Á tónleikunum flytja þeir m.a. íslensk og færeysk dægurlög af plötu sinni VINALÖG sem kom út árið 2009 og var mest selda plata landsins það ár.

TRón