13/10/2024

Jeppafært í Árneshrepp

Allir vegir á Ströndum eru nú greiðfærir, nema að jeppafært er í Árneshrepp. Leiðin þangað er varasöm og eru menn hvattir til að sýna ítrustu varúð. Vegagerðin opnaði veginn þann 23. janúar. Mikil svellalög eru á leiðinni norður og jafnvel svellbunkar og einnig hætt við grjóthruni og jafnvel snjóspýum. Þeir sem fara um veginn eru hvattir til að hafa samband við Vegagerðina og láta þá vita af sér, hvaðan er farið og hvert ferðinni er heitið.

Svissneskir ferðamenn sem gistu á Hótel Djúpavík lentu í nokkrum þrengingum á leiðinni norður þann 17. janúar, en þeir hringu norður úr gerfihnattasíma kl. 21:00 um kvöldið og voru þá komnir í Veyðileisu og höfðu komist þangað á bíl. Ætluðu þeir að ganga þaðan, en Ásbjörn Þorgilsson fór á snjósleða á móti fólkinu og selflutti farangur og fólk til Djúpavíkur. Gestirnir héldu síðan til baka með Vegagerðarmönnum sem grófopnuðu veginn úr Bjarnarfirði í Djúpavík 21. janúar. Gestakomur útlendinga yfir veturinn að Djúpavík eru alltaf nokkrar og pantanir eru í hverjum mánuði til vors.

Nánar má fræðast um ævintýri Svisslendingana á síðunni www.litlihjalli.it.is.