26/12/2024

Járnaruslið flutt á brott

Sorpsamlag Strandasýslu hefur staðið fyrir mikilli brotajárnssöfnun um allar sveitir á Ströndum í sumar og síðan hefur verið unnið að því að pressa járnið og flytja burt. Við Ennisá í Bitru og á melnum ofan við Borðeyri hafa miklir haugar af járnarusli verið nálægt veginum norður Strandir í allt sumar, en nú líður að því að byrjað verði að pressa í Bitrunni.

Ruslahaugurinn við Ennisá – ljósm. Jón Jónsson