22/12/2024

Íþróttaiðkun á Finnbogastaðavatni

Nemendur Grunnskólans á FinnbogastöðumNemendur Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi láta það ekki trufla sig þó hafísinn fylli þar hverja vík og vog, heldur stunda þeir námið af miklu kappi sem fyrr. Í gær fór íþróttatíminn fram á Finnbogastaðavatni og þar æfðu nemendurnir hverskyns skautakúnstir. Þau gáfu sér þó tíma til að stilla sér upp fyrir ljósmyndara áður en leiknum var haldið áfram.

Nemendur í Finnbogastaðaskóla eru fimm. Á myndinni eru sex börn, en yngsta barnið sem er ekki enn komið á skólaaldur var fengið með til að taka þátt og skemmta sér með eldri börnunum og kynnast lífinu í grunnskóla. Íþróttakennari er Bjarnheiður J. Fossdal (Badda á Melum) en hún er einn starfsmaður skólans. Skólastjóri Finnbogastaðaskóla er Jóhanna Þorsteinsdóttir.

Jóhanna og Bjarnheiður skipa báðar fríðan hóp fréttaritara strandir.saudfjarsetur.is en stefnt er að því að minnst þrír til fjórir tíðindamenn séu á hverju svæði. Að auki er Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík fréttaritari í Árneshreppi en hann hefur verið iðinn við að flytja tíðindi þaðan.

.