22/12/2024

Íþróttahátíð á Hólmavík

ÍþróttahátíðÁ dögunum var haldin heljarmikil íþróttahátíð á Hólmavík, en hún er árviss atburður á vegum Grunnskólans. Á Íþróttahátíð eru skemmtun og leikir í hávegum hafðir og nemendur í skólanum keppa við kennarana og foreldra sína í margvíslegum þrautum og boltaleikjum. Foreldrar og kennarar leggja mikið kapp á að standa sig sem allra best, en oftar en ekki verða þeir þó að láta í minni pokann fyrir nemendunum sem eru þrautþjálfaðir í alls konar kúnstum. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna er þema dagsins, fullorðnir og börn eiga saman góðan dag, leika sér og skemmta sér og öðrum. 

1

bottom

ithrottir/2009/580-ihatid9.jpg

ithrottir/2009/580-ihatid7.jpg

ithrottir/2009/580-ihatid5.jpg

ithrottir/2009/580-ihatid4.jpg

ithrottir/2009/580-ihatid2.jpg

Íþróttahátíð á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson