23/12/2024

Íþróttahátíð á Hólmavík

Íþróttahátíð höldum viðÍþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík var haldin í vikunni og fjölmenntu börn og aðstandendur þeirra þangað. Farið var í margvíslega leiki og börnin í skólanum sýndu listir sínar undir stjórn Ingu Emils íþróttakennara. Kepptu nemendur, kennarar og foreldrar m.a. í skotbolta, brennibolta, fótbolta og körfu. Einnig skoruðu yngstu börnin á foreldra sína í sokkaboðhlaup um þrautabraut þar sem þurfti að fleyta sér á hjólapalli, stinga sér kollhnís, hoppa og stökkva og höfðu börnin að sjálfsögðu betur eftir mikla keppni. Frítt var í sund eftir keppnina og fjölmennt í lauginni. Í kvöld er diskótek í Grunnskólanum fyrir öll börnin, en þeir sem eru í 1.-5. bekk þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Ljósm. Dagrún Ósk og Jón Jónsson.