02/01/2025

Ísbíll valt á Ströndum


Björgunarsveitir voru kallaðar út á nokkrum stöðum á landinu í gærkvöldi og nótt vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. Eitt útkallið var vegna ísbíls sem fór út af veginum á Ströndum í gærkvöldi og valt. Fóru björgunarsveitarmenn til aðstoðar, en ekki reyndist mögulegt að koma bifreiðinni aftur upp á veg. Bílstjóranum var hins vegar ekið til byggða.