22/12/2024

Ísafjörður – Hólmavík

Nú fer að líða að lokum tippleiks strandir.saudfjarsetur.is og hver fer að verða síðastur til að láta ljós sitt skína í getspánum sem hafa birst vikulega í allan vetur. Nýliðinn að þessu sinni er Ágúst Einar Eysteinsson (Gunnarssonar á Hólmavík). Hann etur kappi við Baldur Smára Ólafsson sem náði níu réttum um síðustu helgi í æsispennandi keppni. Spár þeirra Baldurs og Gústa eru keimlíkar og lítill munur á leikjunum fimm sem þeir eru ósammála um, en helsti sénsinn sem er tekinn er sá að Gústi tileinkar stjórnanda leiksins spá sína í síðasta leiknum. Hvort það borgar sig kemur í ljós á morgun, en þangað til er hægt að dunda sér við að skoða spár kappanna:

1. Fulham – Arsenal

Baldur: Arsenal náði ekki jafntefli á seinustu helgi gegn Blackburn eins og ég hafði spáð. Þeir rífa sig hinsvegar upp úr skítnum núna og ná jafntefli gegn Fulham. Tákn: X.

Gústi: Hef trú á að Arsenal taki sig saman í andlitinu og vinni Heiðar og félaga í Fulham. Tákn: 2.

+++

2. West Ham – Everton

Baldur: West Ham eru með gott lið og fara létt með vesalingana í Everton. Tákn: 1.

Gústi: West Ham er spútnikliðið þetta tímabilið. Tákn: 1.

+++

3. Newcasle – Bolton

Baldur: Þetta er nokkuð snúinn leikur. En ég spái því að Newcastle vinni þetta svona 1-0. Tákn: 1.

Gústi: Newcastle á góðu skriði eftir að hafa loksins losað sig við Souness taka Bolton örugglega. Tákn: 1.

+++

4. Aston Villa – Portsmouth

Baldur: Aston Villa ætti að hafa þetta nokkuð örugglega. Því Portsmouth eru búnir að vera svakalega slappir á þessari leiktíð þrátt fyrir að vera með ágætis leikmenn. Tákn: 1.

Gústi: Tvö slöpp lið spila slappan leik endar 0-0. Tákn: X.

+++

5. Middlesbro – Birmingham

Baldur: Middlesbrough eru komnir í gang og fara létt með Birmingham. Tákn: 1.

Gústi: Birmingham í meiðslavandræðum og Hasselbank kominn á skotskóna. Miltisbrandurinn tekur þetta örugglega. Tákn: 1.

+++

6. Burnley – Reading

Baldur: Pottþéttur útisigur. Reading eru einfaldlega of sterkir fyrir Burnley. Tákn: 2.

Gústi: Reading eru sterkir og vinna þennann örugglega. Tákn: 2.

+++

7. Watford – Derby

Baldur: Watford eru í mikilli baráttu um sæti í úrvalsdeildinni. En Derby eru hinsvegar þar sem þeir eiga heima… í neðrihlutanum. Tákn: 1.

Gústi: Watford eru á leið upp í úrvalsdeild en Derby ekki. Tákn: 1.

+++

8. C. Palace – Leeds

Baldur: Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. En Palace eru erfiðir heim að sækja og vinna þetta 2-1. Tákn: 1.

Gústi: Iain Dowie er töff þannig að ég tippa á hann. Tákn: 1.

+++

9. Preston – Ipswich

Baldur: Preston eru með fínt lið og ættu að vinna Isspiss. Tákn: 1.

Gústi: Þekki ekki þessi lið þannig að ég úllen dúllen doffa bara. Tákn: 1.

+++

10. Cardiff – Sheff.Wed.

Baldur: Ég held að Cardiff vinni þetta létt. Sheff. Wed. eiga eftir að falla niður um deild. Tákn: 1.

Gústi: Áfram Wales! Tákn: 1.

+++

11. Q.P.R. – Wolves

Baldur: Tvö lið með flott nöfn, þetta verður flottur leikur. Q.P.R. vinna 4-3. Tákn: 1.

Gústi: Hvað er Paul Ince orðinn gamall? Tákn: X.

+++

12. Norwich – Stoke

Baldur: Ég held að það sé ekki mikill getumunur á þessum liðum, en tippa á Norwich því þeir eru á heimavelli. Tákn: 1.

Gústi: Miðjumoð. Tákn: X.

+++

13. Southampton – Coventry

Baldur: Þrátt fyrir að Coventry hafi Dennis Wise í sínu liði þá tapa þeir þessu nokkuð auðveldlega eins og þeim einum er lagið. Tákn: 1.

Gústi: Tippa á Coventry fyrir Adda. Tákn: 2.

+++

Baldur: Ég hef á tilfinningunni að ég eigi eftir að mala andstæðing minn 7-1, eins og lið mitt Nottingham Forest malaði sinn andstæðing á seinustu helgi.