22/12/2024

Idol – aðeins í fylgd fullorðinna!

Sýslumaður og lögregla á HólmavíkSkipuleggjendur Idol-kvölds sem verður í Bragganum á Hólmavík í kvöld höfðu samband við strandir.saudfjarsetur.is rétt í þesu og vildu koma eftirfarandi á framfæri: "Einstaklingar yngri en 18 ára sem ætla að mæta í Braggann í Idol-partý í kvöld verða að vera í fylgd með foreldrum eða forráðamanni. Kvartað var við sýslumann eftir síðasta Idol-kvöld yfir því að börn hefðu verið án eftirlits í Bragganum og því verður að grípa til þessara ráðstafana," segir í tilkynningu frá skipuleggjendum kvöldsins.

Þeir segja einnig eftirfarandi í tilkynningunni: "Við hvetjum foreldra og forráðamenn þeirra sem eru yngri en 18 ára eindregið til að mæta í Braggann í kvöld með börnum sínum og unglingum, því Idol-partý eru sannarlega frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og vert að njóta hennar í sem allra bestum mynd- og hljómgæðum. Þeir sem lesa þessa tilkynningu er hvattir til að láta innihald hennar berast um bæinn eins og eldur í sinu."

Idolpartýið hefst kl. 20:30 í Bragganum í kvöld. Hægt verður að fá sér pizzu á Café Riis frá 18:00 – 20:30 og Café Riis verður opið frá 18:00-03:00 um nóttina.