10/12/2024

Íbúafundur vegna Hamingjudaga í appelsínugula hverfinu í kvöld!

Í fréttatilkynningu frá bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík kemur fram að á hverfafundum verður kynnt sú dagskrá sem þegar liggur fyrir kynnt og hverjir verða skreytingarstjórar (tveir í hverju hverfi). Einnig verður hvatt til samstöðu í skreytingarvinnu og hverfin hvött til að halda sameiginlegar garðveislur á fimmtudeginum fyrir Hamingjudaga sem verða 2.-4. júlí í sumar. Þess má geta að veitt verða skreytingarverðlaun eins og í fyrra, það er fyrir best skreytta húsið, best skreytta fyrirtækið, best skreytta hverfið, besta slagorðið og flottustu fígúruna.

Fundurnir verða sem hér segir:

Miðvikudag 9. júní í Grunnskólanum fyrir appelsínugula hverfið
Fimmtudag 10. júní í Þróunarsetrinu fyrir bláa hverfið
Mánudag 14. júní í Félagsheimilinu fyrir rauða hverfið
Þriðjudag 15. júní í Sævangi fyrir gula hverfið (sveitirnar)

Allir fundirnir hefjast kl 20 og eru allir velkomnir á þá.