22/12/2024

Íbúafundur um tómstundir í Strandabyggð 3. maí

Íbúafundur um tómstundir í Strandabyggð verður haldinn fimmtudagskvöldið 3. maí  kl. 19:30 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar mun íbúum sveitarfélagsins gefast tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum, hugmyndum og framtíðarsýn varðandi tómstundir, menningu, félagslíf, íþróttir og aðstöðu í Strandabyggð. Tilgangurinn með fundinum er að fá fram skoðanir sem flestra íbúa á þessum mikilvæga málaflokki og nýta þær til stefnumótunar í honum, en það verður gert með hópavinnu og umræðum. Íbúafundurinn er öllum opinn og fólk á öllum aldri er hvatt til að mæta!