22/12/2024

Hverfislitir fyrir Hamingjudaga

Menningarmála-nefnd Hólmavíkur-hrepps hefur nú dregið um hverfisliti vegna Hamingjudaga.  Túnahverfi (Austurtún, Lækjartún, Miðtún og Vesturtún) verður rautt hverfi, "miðhlutinn" (Vitabraut, Skólabraut og Hafnarbraut að Klifi) verður appelsínugult hverfi, og "innfrá" (Brunngata, Borgabraut, Brattagata, Kópnesbraut, Höfðabraut, Bræðraborg og Snæfell) verður blátt hverfi og sveitabæir í Hólmavíkurhreppi verða gul hverfi. Eins og kynnt var á almennum kynningarfundi um hátíðina eru íbúar hvattir til að skreyta íbúðir sínar og garða í ákveðnum litum í tilefni hátíðarinnar. Skreytingarnar geta t.d. verið veifur, fánar, blöðrur, broskallar, málaðir steinar, gluggaksraut eða hvaðeina sem fólki dettur í hug. Það er um að gera að nota hugmyndaflugið og setja með því skemmtilegan svip á hátíðarhöldin.

Tengdar fréttir: