14/04/2024

Hvalreki við Hvalsá

Hval hefur rekið á land í landi Stóru-Hvalsár í Hrútafirði, í nágrenni við réttina. Liggur hann þar á flúru skammt frá landi. Ingimundur Pálsson frá Þorpum, tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is, smellti af hvalnum myndum í dag, en hann var þá á ferðinni um Hrútafjörðinn. Eins og allir sem ættaðir eru frá Þorpum hefur Mundi gott auga fyrir því sem finna má í fjörunni og rekið hefur á land. Virðist nokkuð greinilegt af myndinni að um hrefnu er að ræða.

580-hvalurhvalsa

Hvalreki á Hvalsá – ljósm. Ingimundur Pálsson