22/12/2024

Hvað vex fyrir vestan? Ókeypis fræðsluerindi í fjarfundi

Á miðvikudagskvöldið, 4. mars, frá kl. 20-22 mun Ásthildur Cesil Þórðardóttir á Ísafirði halda fræðsluerindi á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða sem hún nefnir "Hvað vex fyrir vestan?" Erindið verður sent út í fjarfundabúnaði sem staðsettur er á neðstu hæð Þróunarsetursins að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Farið verður yfir þann jarðargróður sem hægt er að rækta á Vestfjörðum til manneldis og hvað vex villt í náttúrunni. Námskeiðið er styrkt af Vinnumarkaðsráði Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þó er æskilegt að þeir sem áhuga hafa skrái sig undir þessum tengli.